EurovisionworldEurovisionworld
 

Laugardagslögin 2008:
Baggalútur - "Hvað var það sem þú sást í honum?"

2.7 stars ★ 3 ratings

Video

Audio

Results

Lyrics: Hvað var það sem þú sást í honum?

 

Hvað var það sem þú sást í honum?

Ég man ennþá okkar fyrstu kynni
Hve þú varst alltaf hlý og góð
Svo sá ég í þér einu sinni
Stelpu sem var alveg trítil óð

Gerði grín að öllum mínum vonum
Nú annar gaur víst sinnir þér
Hvað var það sem þú sást í honum
Sem þú gast ekki séð í mér

Kannski var ég klaufa legur
Kom klunnalega fyrir sjón
Einfaldur og ansi tregur
Og hélt við yrðum kannski hjón

Hann er einn af þessum Adamssonum
Sem allir vita að vonlaus er
Hvað var það sem þú sást í honum
Sem þú gast ekki séð í mér

Nú er ekki margt sem á þig minnir
Mér finnst ég hafa jafnað mig
Mig skiptir engu máli hver þér sinnir
Ég fann miklu betri konu en þig

En stundum er ég súr, að vonum
Og gamla sárið ýfir sig
Hvað var það sem þú sást í honum
Sem þú gast ekki séð við mig

Hann er einn af þessum Adamssonum
Sem allir vita að vonlaus er
Hvað var það sem þú sást í honum
Sem þú gast ekki séð í mér

Nú er ekki margt sem á þig minnir
Mér finnst ég hafa jafnað mig
Mig skiptir engu máli hver þér sinnir
Ég fann miklu betri konu en þig

En stundum er ég súr, að vonum
Og gamla sárið ýfir sig
Hvað var það sem þú sást í honum
Sem þú gast ekki séð við mig

Hvern fjandann gastu séð í honum
Sem þú gаst ekki ѕéð við mig

Artist/group (stage name)Baggalútur
ArtistBaggalútur
TitleHvað var það sem þú sást í honum?
Title (English)What was it that you saw in him?
SongwriterMagnús Eiríksson
LanguageIcelandic

Eurovision News