EurovisionworldEurovisionworld
 

Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986:
Eiríkur Hauksson - "Þetta gengur ekki lengur"

4.2 stars ★ 6 ratings

Video

Söngvakeppni Sjónvarpsins

Result

Lyrics: Þetta gengur ekki lengur

 

Þetta gengur ekki lengur

Þetta gengur ekki lengur
Þetta gengur ekki upp hjá mér
Og þér - hvað sem þú segir
Þetta er vonlaust mál
Stál við stál
Stríð við heimsk' og tál

Og ég þvælist þvert um bæinn
Þungur útí allt sem er
Það gengur aldrei neitt í haginn
Fyrir mér - mér og þér

Því við þykjumst bara' og þegjum
Þykjumst aldrei skilja neitt
Það er sama hvað við segjum
Það segir aldrei eitt né neitt

Heim - heim til þín
Ég held ég verð' að hunskast heim til þín
Heim - heim til þín
Ég held jafnvel þú saknir mín

Þetta gengur ekki lengur
Nei, það gengur ekki að æðrast
Því ég veit við viljum bæði
Reyn' að brúa bilið
Breyta um spil
Það er vont að finna til

Og ég bið í öllum bænum
Að þú bregðist vel við mér
Og með gras í skónum grænum
Geng ég enn - á eftir þér

Og ég þvælist þvert um bæinn
Þungur útí allt sem er
Það gengur aldrei neitt í haginn
Fyrir mér - mér og þér

Heim - heim til þín
Ég held ég verð' að hunskast heim til þín
Heim - heim til þín
Ég held jafnvel þú ѕаknir mín

Artist/group (stage name)Eiríkur Hauksson
ArtistEiríkur Hauksson
TitleÞetta gengur ekki lengur
Title (English)This isn't working anymore
LanguageIcelandic

Eurovision News