Söngvakeppni Sjónvarpsins 1989:
Jóhanna Linnet - "Þú leiddir mig í ljós"
Þú leiddir mig í ljós
Þú sem ert fallinn frá
Ert farinn, kominn að ós
Líf þér ég launa á
Þú leiddir mig í ljós
Trú mína og tálsýnir
Þú tókst og fleygðir á bál
Ískaldur eldur þinn
Enn yljar minni sál
Vinur minn, kæri vinur minn
Í bakkann reynir hver að klóra
Sagðir þú og ég sé það nú
Að lífsins tilgangur er að tóra
Ljóst það er lýsti mér
Til lífs, á sannleikans veg
Líf það er leiddi mig
Í ljós, er orðið ég
Vinur minn, kæri vinur minn
Í bakkann reynir hver að klóra
Sagðir þú og ég sé það nú
Að lífsins tilgangur er að tóra
Vinur minn, kæri vinur minn
Í bakkann reynir hver að klóra
Sagðir þú og ég sé það nú
Að lífsinѕ tilgangur er að tórа
| Artist | Jóhanna Linnet |
| Title | Þú leiddir mig í ljós |
| Title (English) | You led me to the light |
| Songwriter | Sverrir Stormskjer |
| Language | Icelandic |








