EurovisionworldEurovisionworld
MENU
 

Söngvakeppnin 2018:
Dagur Sigurðsson - "Í stormi"

4.5 stars ★ 33 ratings

Videos

Söngvakeppnin 2018 - Final
Söngvakeppnin 2018 - Semi-final 2
Audio

Results

Lyrics: Í stormi

 

Í stormi

Í brjósti mér, brennur von um betri tíð
Ég óska mér, og sú ósk fær óðum líf
En sama hvert litið er, þar birtistu mér og ég

Sé mátt þinn hreyfa við rödd sem stækkar ótt
Og brýtur sig inn í hjörtu og hug fólks
Það lifnar við fölnuð ást ef við höfum hátt
Nú vindarnir breytast brátt

Von sem ætíð lifir heitt, í stormi stöndum öll sem eitt
Okkar hjörtu slá í takt er dimma tekur
Vonin ætíð lifir heitt, í stormi stöndum öll sem eitt
Okkar hjörtu slá í takt er dimma tekur

Napur sársaukinn næðir um sál
Sest að í huganum þungur sem stál
Dregur mig dýpra frá degi til dags
Ég kvíði sérhvers sólarlags

Ég horfi'á hörmungar, táranna flóð
Brýst út úr höfðinu, brátt finn ég nýja slóð
Stend af mér þennan storm, það birtir bráðum til
Nú horfi ég fram á við

Von sem ætíð lifir heitt, í stormi stöndum öll sem eitt
Okkar hjörtu slá í takt er dimma tekur
Nú vorar huga mínum í og framtíðin er aftur skýr

Von sem ætíð lifir heitt (Í stormi stöndum öll sem eitt)
Okkar hjörtu slá í takt er dimma tekur
Já vonin ætíð lifir, og sama hvað dynur yfir
Okkar hjörtu, slá í takt, þau slá af ást

Í brjósti mér, brennur von um betri tíð
Ég óska mér, og sú ósk fær óðum líf
En sama hvert litið er, þig allstaðаr ѕé

Artist/group (stage name)Dagur Sigurðsson
ArtistDagur Sigurðsson
TitleÍ stormi
Title (English)In a storm
SongwritersGuðmundur Snorri Sigurðarson, Júlí Heiðar Halldórsson
LanguageIcelandic

Eurovision News