EurovisionworldEurovisionworld
MENU
 

Söngvakeppnin 2018:
Heimilistónar - "Kúst og fæjó"

4.6 stars ★ 22 ratings

Videos

Söngvakeppnin 2018 - Final
Söngvakeppnin 2018 - Semi-final 1
Audio

Results

Lyrics: Kúst og fæjó

 

Kúst og fæjó

Ég þríf, þríf og stússa
Þeytist um húsið með tuskurnar (Korter í sjö)
Eins gott að allt sé pússað
Því aðeins er korter í stelpurnar

Ég set á borðið tertuna
Búin að stífa dúkana
Keypti þrenns konar líkkjöra
En náði ekki að marenera öndina

Mig vantar kúst og fæjó
Verð að taka soldið til
Í kvöld er saumó
Og hreint ég hafa vil

Ég vona að Rúna þambi ekki of mikið
Eins og í Berlínarferðinni (Hún er alki)
Og vona að Ása góni ekki á rykið
Og blettinn á teppinu í stofunni

Hvernig verður svo með Hrafnhildi?
Ætli hún tali við Valgerði
Síðast lentu þær í rifrildi
Og lokuðu á hvor aðra á snapptjatti

Mig vantar kúst og fæjó
Verð að taka soldið til
Í Kvöld er saumó
Drögum kannski spil

Við höfum fylgst að í gegnum árin
Það gefur mér svo mikið að hitta þær (Vinkonurnar)
Höfum hlegið og þerrað tárin
Hver einasta þeirra er mér svo kær

Hjálpuðu mér í gegnum skilnaðinn
Fóru með mig í bústaðinn
Hafa passað öll mín krakkaskinn
Ó, mikið er ég þakklát fyrir vinskapinn

Mig vantar kúst og fæjó
Verð að taka soldið til
Í kvöld er saumó
Og hreint ég hafa vil

Mig vantar kúst og fæjó
Verð að pússa öll mín gólf
Í kvöld er saumó
Sitjum saman frаm til tólf

Kúst og fæjó, kúst og fæjó, kúst og fæjó kúst fæ æ jo ó
Kú kú kú kúst og fæjó, kú kú kú kúst og fæjó
Kúst og fæjó, kúѕt og fæ æ æ æ jó

Artist/group (stage name)Heimilistónar
ArtistHeimilistónar
TitleKúst og fæjó
Title (English)A broom and a dustpan
SongwritersElva Ósk, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir
LanguageIcelandic

Eurovision News