Söngvakeppnin 2020:
Brynja Mary - "Augun þín"
Augun þín
Augu sem ekkert sjá,
þau eru svo full af þrá.
Stundum er styrkur þinn
stoltið sem vel ég finn.
Augun þín eru blá
iðandi til og frá.
Fullkominn friðurinn
flæðir um huga minn.
Stundum eru þau alveg tóm
eins og þau hafi hlotið dóm.
Lífið er lag sem alltaf ómar
um yndisleg blóm.
Augun þín, augun mín,
ást þín frá þeim skín.
Lífið blessar börnin sín.
Líf sem dó en lifir þó.
Ég lifi bara fyrir þig
Augun þín elta mig!
Hjartað er blítt og heitt,
hjartað fær öllu breytt.
Við viljum hið sanna sjá,
sama hvað gengur á.
Viskan er vonin þín
veitir þér nýja sýn,
örlögin elta þig,
og augu þín heilla mig.
Augun eru þar
og þau veita svar
allt sem áður var
og allar lífsins minningar.
Vonin vekur þrá,
víst vil ég þá að þú sjáir ... sjáir.
Stundum eru þau alveg tóm
eins og þau hafi hlotið dóm.
Lífið er lag sem alltaf ómar
um yndisleg blóm.
Augun þín, augun mín,
ást þín frá þeim skín.
Lífið blessar börnin sín.
Líf sem dó en lifir þó.
Ég lifi bara fyrir þig
augun þín elta mig!
Held mér fast í fagra mynd
er finn að ég er augna þinna lind.
Held mér fast í fagra mynd
Því fögur sál er ekki blind.
Augun þín, augun mín,
ást þín frá þeim skín.
Lífið blessar börnin sín.
Líf ѕem dó en lifir þó.
Ég lifi bara fyrir þig
augun þín eltа mig!
Artist | Brynja Mary |
Title | Augun þín |
Composers | Brynja Mary Sverrisdóttir, Kristján Hreinsson, Lasse Qvist |
Language | Icelandic |